Upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga

Með þessu skjali veitum við, sem ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga – fyrirtækið ŠKODA AUTO a.s., tř. Václava Klementa 869, Mladá Boleslav II, 29301 Mladá Boleslav, Tékklandi (skráningarnr.: 00177041), skráð í viðskiptaskrá héraðsdómstóls í Prag undir nr. B 332, infoline@skoda-auto.cz, (hér eftir nefnt „ŠKODA AUTO“)– upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þín varðandi hana.

Vinnsla persónuupplýsinga er framkvæmd sem hluti af eftirfarandi starfsemi:

Veiting stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA

Innihald:

  1. Veiting stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA

    I. Smartlink

    II. MyŠKODA-þjónusta

    III. Annað

  2. Veiting eiginleikans Car Feedback (endurgjöf bíls) í MyŠKODA-forritinu

Tilgangur vinnslunnar:

  1. Veiting stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA

Lýsing á tilgangi vinnslu:

Þegar um er að ræða veitingu stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA („Þjónusta") munum við nota persónuupplýsingar þínar sem geymdar eru í kerfinu ŠKODA ID fyrir skráningu þína í umhverfi ŠKODA þjónustu, virkjun og notkun á þjónustu sem pöntuð er í gegnum tiltæk umhverfi (t.d. farsímaforrit, vefgátt). Umfang þjónustunnar sem er veitt og tiltækt umhverfi sem þú getur notað fer eftir tegund ökutækis, samningsbundnum búnaði í ökutækinu, upplýsinga- og afþreyingakerfi og landi.

Vinnsla á persónuupplýsingum þínum kann til dæmis að fela í sér notkun á VIN-númeri ökutækisins þíns og gögn sem eru fengin með GPS, eins og núverandi staðsetning ökutækisins þíns, og mögulegan flutning þeirra til þjónustuveitanda. Til þess að gera þér kleift að nota þjónustuna munum við nota persónuupplýsingar þínar til að búa til notandareikning. Enn fremur kunnum við að krefjast viðbótarpersónuupplýsinga sem tengjast viðeigandi samningsbundinni þjónustu og tiltæku umhverfi sem þú pantaðir.

Fyrir neðan finnurðu ítarlega skýringu á gagnavinnslu í tengslum við hverja þjónustu.

I. Smartlink

Smartlink veitir þér aðgang að fjölbreyttu úrvali þjónustu eða eiginleika sem lýst er hér að neðan. Þú getur auðveldlega staðfest stöðu ökutækis og fengið uppfærðar upplýsingar, þar á meðal gögn um núverandi akstur, ítarleg talnagögn (bæði eftir á og í rauntíma), ferðaskráningu eða ferðaáætlun. Til þess að nota þjónustuna þarftu að vera með Smartlink eða Smartlink+ kerfi. Frekari upplýsingar finnurðu í eigandahandbókinni eða hjá næsta umboðsaðila ŠKODA.

Staða ökutækis

Með því að nota þjónustuna „Staða ökutækis" geturðu kannað ástand ökutækisins þíns varðandi kílómetrastöðu, eldsneytisdrægi og viðhaldstíðni. Þjónustan gerir þér kleift að lesa og sýna uppfærðar upplýsingar um ástand ökutækisins.

Ástandsskýrsla ökutækis

„Ástandsskýrsla ökutækis" upplýsir þig um núverandi ástand ökutækisins. Hægt er að sjá nýjar tilkynningar/eða nauðsynlega þjónustu myndrænt og stýra þeim (t.d. með því að prenta eða geyma). Þegar farsíminn þinn er tengdur við ökutækið sendir það gögnin um núverandi ástand þess og birtir þau.

Talnagögn um ferðir og færslubók (ef í boði)

Þjónustan „Talnagögn um ferðir og færslubók" gerir þér kleift að rekja allar þínar ferðir, þar sem auðvelt er að skipta á milli vinnu- og einkaferða með öllum tiltækum smáatriðum og upplýsingum um leiðir. Hægr er að flytja færslubókina út.

Þjónustuaðili

Með þjónustunni „Þjónustuaðili" geturðu fundið og valið þinn ŠKODA þjónustuaðila með auðveldari hætti.

II. MyŠKODA þjónusta

Unnið er úr persónuupplýsingunum þínum eftir skráningu og virkjun á öllum eiginleikum MyŠKODA forritsins, þar á meðal varðandi stuðning og þróun.

Handbækur

Ef þú ert að leita að notkunarleiðbeiningum fyrir ökutækið þitt, ef þú kannt ekki á einhverja eiginleika eða ef þú vilt bara vita hvað bíllinn þinn getur veita Handbækurnar gagnlegar upplýsingar.

Handvirkur tími

Til að nota þessa þjónustu þarftu að velja þjónustuaðila. Með handvirkum tíma geturðu svo sent tölvupóst með öllum nauðsynlegum upplýsingum til þjónustuaðilans. Drög að slíkum tölvupósti birtast í póstforritinu þínu og hægt er að sérsníða hann áður en þú sendir hann til þjónustuaðilans. Farsímaforritið sjálft kemur ekki í stað póstforrits. Líklegt er að þú þurfir að skrá þig inn í póstforrit til að senda tölvupóstinn frá tölvupóstreikningnum þínum. Í sumum löndum er boðið upp á annan valkost en tölvupóstssniðmát þar sem þér er beint inn á vefsíðu sem býður upp á sniðmát til að hjálpa þér að panta tíma hjá þjónustuaðila ŠKODA.

III. Annað

Ferðaskipuleggjandi

Þessi eiginleiki notar núverandi staðsetningu þína til að auðvelda ferðaskipulagningu þína með farsímaforriti. Hann gerir það kleift að leita að og sýna nálæga áhugaverða staði. Ferðaskipuleggjandinn kann að biðja um aðgang að dagatalinu þínu til þess að sýna þér tímaáætlun dagsins.

Lagalegur grundvöllur vinnslunnar:

Við þurfum að framkvæma vinnsluna til þess að geta gert samning um veitingu stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA við þig, eða til að standa við samninginn sem þú gerðir. Veiting persónuupplýsinga þinna er samningsbundin krafa, og ef þú veitir þær ekki er ekki víst að við getum gert samning við þig, eða það gæti ekki verið mögulegt fyrir okkur að standa við samninginn sem þú hefur þegar gert. Án vinnslu á persónuupplýsingum þinum, eins og lýst er hér að ofan, getum við ekki veitt þér þjónustu.

Flokkar persónuupplýsinga sem við vinnum úr:

Auðkenningargögn, samskiptagögn, staðsetningargögn, viðskiptasaga, tæknilegar upplýsingar um vöruna.

Vinnslu- og geymslutímabil:

6 mánuðir eftir uppsögn notandareikningsins.

Flokkar gagnavinnsluaðila eða viðtakenda sem við kunnum að veita persónuupplýsingarnar:

Fyrirtæki innan Volkswagen Group, þjónustuaðilar, dreifikerfi (t.d. innflytjendur, söluaðilar, þjónustuaðilar).

Gegn beiðni kunna persónuupplýsingarnar þínar að vera afhentar opinberum yfirvöldum, sérstaklega dómstólum, lögreglu og öðrum löggæsluaðilum að því marki sem nauðsynlegt er og innan lagalegra marka.

Uppruni persónuupplýsinganna

Beint frá þér og ökutækinu, sem þú notar þjónustuna með og sem á samskipti við gagnaþjóna ŠKODA AUTO.

Flutningur á persónuupplýsingum til þriðju landa eða yfirríkjastofnana:

Persónuupplýsingarnar þínar verða ekki fluttar til neins þriðja lands sem hluti af áðurnefndri vinnslu.

Sjálfvirk ákvarðanataka byggð á persónuupplýsingunum:

Við þessa vinnslu á persónuupplýsingum fer sjálfvirk ákvarðanataka byggð á persónuupplýsingunum ekki fram.

Aðrar upplýsingar

Tilgangur vinnslunnar:

  1. Veiting eiginleikans Car Feedback (endurgjöf bíls) í MyŠKODA-forritinu

Lýsing á tilgangi vinnslu:

Þegar um er að ræða veitingu eiginleikans Car Feedback (endurgjöf bíls) í MyŠKODA forritinu („Car Feedback") munum við nota persónuupplýsingar þínar sem geymdar eru í kerfinu ŠKODA ID fyrir greiningu á endurgjöf, vinnslu á endurgjöf og vinnslu á kvörtunum. Markmiðið er stöðugar umbætur á vörum og betri notandaupplifun. Hver endurgjöf inniheldur eftirfarandi gögn: valinn broskall, netfangið þitt, dagsetningu innsendingar, markað, tegund og árgerð bíls, VIN (kjörfrjáls reitur), flokk, athugasemd þína (kjörfrjáls reitur), send viðhengi (kjörfrjáls reitur). Ef endurgjöf þín er neikvæð eða hlutlaus og þú vilt að ŠKODA AUTO hafi samband við þig er nafn þitt og eftirnafn sent til CRM-kerfisins sem og öll áðurnefnd gögn. Car Feedback kemur ekki í stað hefðbundins kröfuferlis gagnvart söluaðila eða viðurkenndu verkstæði.

Fyrir neðan finnurðu ítarlega skýringu á gagnavinnslu í tengslum við Car Feedback.

I. Car Feedback

Car Feedback gerir þér kleift að senda endurgjöf varðandi bíllinn þinn beint til ŠKODA AUTO. Þú getur sent jákvæða, hlutlausa eða neikvæða endurgjöf. Eðli gagnavinnslu fer eftir tegund endurgjafarinnar.

Jákvæð endurgjöf

Jákvæð endurgjöf, þ.e. endurgjöf með grænu tilfinningatákni, er ávallt send í Car Feedback gagnagrunninn og í tilteknum tilvikum í viðskiptatengslakerfið, þar sem allar kvartanir frá viðskiptavinum eru afgreiddar), þ.e. CRM-kerfi, t.d. þegar jákvæð endurgjöf er í raun falin óánægja.

Hlutlaus endurgjöf

Hlutlaus endurgjöf, þ.e. endurgjöf með gulu tilfinningatákni, er ávallt send í Car Feedback gagnagrunninn og í tilteknum tilvikum í CRM-kerfið. Ef viðskiptavinur staðfestir að vandamál hafi áhrif á heildaránægju hans er endurgjöfin afgreidd af þjónustudeild eða Infoline. Þessar deildir geta í kjölfarið haft samband við viðskiptavin í gegnum netfangið sem skráð er í forritinu. Sá valkostur að vandamál hafi áhrif á heildaránægju birtist ef gefin er endurgjöf þar sem fyllt er inn í flokk, tilfinningatákn og athugasemd (hver athugasemd yfir 10 stafir). Ef hlutlaus endurgjöf uppfyllir ekki skilyrðin að ofan er hún eingöngu send í Car Feedback gagnagrunninn og spurningin er lýtur að áhrifum á heildaránægju með bíl birtist ekki.

Neikvæð endurgjöf

Neikvæð endurgjöf, þ.e. endurgjöf með rauðu tilfinningatákni, er ávallt send í Car Feedback gagnagrunninn og í tilteknum tilvikum í CRM-kerfið. Ef viðskiptavinur staðfestir að vandamál hafi áhrif á heildaránægju hans er endurgjöfin afgreidd af þjónustudeild eða Infoline. Þessar deildir geta í kjölfarið haft samband við viðskiptavin í gegnum netfangið sem skráð er í forritinu. Sá valkostur að vandamál hafi áhrif á heildaránægju birtist ef gefin er endurgjöf þar sem fyllt er inn í flokk, tilfinningatákn og athugasemd (hver athugasemd yfir 10 stafir). Ef neikvæð endurgjöf uppfyllir ekki skilyrðin að ofan er hún eingöngu send í Car Feedback gagnagrunninn og spurningin er lýtur að áhrifum á heildaránægju með bíl birtist ekki.

Lagalegur grundvöllur vinnslunnar:

Úrvinnsla persónuupplýsinga þinna er á grundvelli lögmætra hagsmuna. Án úrvinnslu persónuupplýsinga þinna, eins og henni er lýst hér að ofan, væri okkur ekki kleift að veita þér Car Feedback þjónustuna.

Flokkar persónuupplýsinga sem við vinnum úr:

Auðkenningargögn, samskiptaupplýsingar, tæknilegar upplýsingar um vöruna, myndir/myndskeið/hljóð/skjöl, endurgjöf.

Viðskiptavinur hefur ekki rétt til að hlaða upp viðhengjum sem eru varin af höfundarrétti. ŠKODA AUTO tekur ekki yfir ábyrgð á neinu broti á höfundarrétti ef viðskiptavinur sendir nokkurt slíkt viðhengi. Gögn eru vistuð á gagnaþjóni ŠKODA AUTO.

Vinnslu- og geymslutímabil:

3 ár eftir dagsetningu endurgjafar, þegar um er að ræða jákvæða endurgjöf. Hlutlaus/neikvæð endurgjöf er afgreidd skv. eftirfarandi meginreglumhttps://www.skoda-auto.com/other/memorandum-infoline/. Gögn eru samstundis gerð nafnlaus að fullu. Þessi aðgerð hefur áhrif á sögu endurgjafa í samhengisvalmyndinni í Car Feedback-virkninni. Allri sögu er eytt og viðskiptavinur getur ekki birt hana lengur.

Flokkar gagnavinnsluaðila eða viðtakenda sem við kunnum að veita persónuupplýsingarnar:

Fyrirtæki innan Volkswagen Group, þjónustuaðilar, dreifikerfi (t.d. innflytjendur, söluaðilar, þjónustuaðilar).

Gegn beiðni kunna persónuupplýsingarnar þínar að vera afhentar opinberum yfirvöldum, sérstaklega dómstólum, lögreglu og öðrum löggæsluaðilum að því marki sem nauðsynlegt er og innan lagalegra marka.

Uppruni persónuupplýsinganna:

Beint frá þér og ökutækinu, sem á samskipti við gagnaþjóna ŠKODA AUTO.

Flutningur á persónuupplýsingum til þriðju landa eða yfirríkjastofnana:

Persónuupplýsingarnar þínar verða ekki fluttar til neins þriðja lands sem hluti af áðurnefndri vinnslu.

Sjálfvirk ákvarðanataka byggð á persónuupplýsingunum:

Við þessa vinnslu á persónuupplýsingum fer sjálfvirk ákvarðanataka byggð á persónuupplýsingunum ekki fram.

Aðrar upplýsingar

Persónuupplýsingar kunna að vera geymdar í þágu almannahagsmuna og notaðar í vísindalegar, sagnfræðilegar eða tölfræðilegar rannsóknir. Í rökstuddum tilfellum kunna persónuupplýsingarnar einnig að sæta vinnslu vegna úrlausnar lagalegra mála, þar á meðal til að uppfylla skyldur gagnvart opinberum eftirlitsaðilum og vegna viðvarandi mats á lagalegum áhættum.

Persónuupplýsingar kunna að vera geymdar í þágu almannahagsmuna og notaðar í vísindalegar, sagnfræðilegar eða tölfræðilegar rannsóknir. Í rökstuddum tilfellum kunna persónuupplýsingarnar einnig að sæta vinnslu vegna úrlausnar lagalegra mála, þar á meðal til að uppfylla skyldur gagnvart opinberum eftirlitsaðilum og vegna viðvarandi mats á lagalegum áhættum.

Hver eru þín réttindi?

Sem hluti af vinnslu persónuupplýsinga hefur þú eftirfarandi réttindi:

Hvernig geturðu nýtt þér réttindi þín?

Fyrir fyrirspurnir sem tengjast persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga skal nota eftirfarandi samskiptaleiðir:

Með rafrænum hætti á:

[[http://www.skoda-auto.com/data-privacy/

Með pósti:

ŠKODA AUTO a.s.
tř. Václava Klementa 869,
Mladá Boleslav II,
293 01 Mladá Boleslav

Ef þú vilt beita réttindum þínum kann ŠKODA AUTO að innheimta sanngjarnt gjald sem tekur til greina umsýslukostnað við vinnsluna þegar beiðnir frá skráðum aðila reynast ekki eiga sér neina stoð eða eru óhóflegar.

Gagnaverndarfulltrúi

Ef þú hefur spurningar varðandi persónuvernd geturðu haft beint samband við gagnaverndarfulltrúa ŠKODA AUTO.

http://www.skoda-auto.com/data-privacy/
dpo@skoda-auto.cz

Framlagning kvartana

Ef þú ert ósammála því hvernig ŠKODA AUTO vinnur úr eða meðhöndlar persónuupplýsingarnar þínar geturðu lagt fram kvörtun hjá gagnaverndarfulltrúa ŠKODA AUTO eða eftirlitsaðila.

Skrifstofa persónuverndar
Pplk. Sochora 27
170 00 Praha 7
+420 234 665 111
http://www.uoou.cz/en/