Með þessu skjali veitum við, sem ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga – fyrirtækið ŠKODA AUTO a.s., tř. Václava Klementa 869, Mladá Boleslav II, 293 10, Mladá Boleslav, skráningarnúmer: 00177041, skráð í viðskiptaskrá héraðsdómstóls í Prag undir kafla B, skrá nr. 332 (hér eftir nefnt „ŠKODA AUTO") – upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þín í tengslum við hana.
Vinnsla persónuupplýsinga er framkvæmd sem hluti af eftirfarandi starfsemi:
Tilgangur vinnslunnar:
Veiting stafrænnar tengingarþjónustu ŠKODA
Lýsing á tilgangi vinnslunnar:
Þegar við veitum stafræna tengingarþjónustu ŠKODA („þjónusta") notum við persónuupplýsingar þínar sem vistaðar eru í kerfinu ŠKODA ID í þeim tilgangi að skrá þig inn í umhverfi ŠKODA þjónustu, og virkja og nota þjónustuna sem er pöntuð í tiltæku umhverfi (t.d. farsímaforriti, vefgátt). Framboð þjónustunnar sem er veitt og tiltækt umhverfi fer eftir tegund ökutækis, búnaðar í ökutækinu sem samningur hefur verið gerður um, upplýsinga- og afþreyingakerfi og landi.
Vinnsla á persónuupplýsingum þínum kann til dæmis að fela í sér notkun á VIN-númeri ökutækisins þíns og gögnum sem fengin eru með GPS, eins og um núverandi staðsetningu ökutækisins, og mögulegan flutning þess til þjónustuveitanda. Til þess að gera þér kleift að nota þjónustuna munum við nota persónuupplýsingar þínar til að stofna notandareikning. Við kunnum enn fremur að þurfa viðbótarpersónuupplýsingar sem tengjast viðeigandi þjónustu sem samningur hefur verið gerður um og tiltæku umhverfi sem þú pantaðir.
Fyrir neðan má finna ítarlega skýringu á gagnavinnslu í tengslum við hverja þjónustu fyrir sig.
I. Smartlink
Smartlink gerir þér kleift að fá aðgang að fjölbreyttu úrvali þjónustu eða eiginleika sem lýst er að neðan. Þú getur auðveldlega sannreynt stöðu ökutækisins og fengið uppfærðar upplýsingar, þar á meðal rauntímaakstursgögn, ítarleg talnagögn (bæði eftir á og í rauntíma), ferðaskráningu eða ferðaskipulagningu. Til að nota þjónustuna þarftu að hafa Smartlink eða Smartlink+ kerfi. Frekari upplýsingar færðu í eigendahandbókinni eða með því að spyrja samstarfsaðila ŠKODA.
Staða ökutækis
Með því að nota þjónustuna „staða ökutækis" geturðu kannað ástand ökutækisins með tilliti til kílómetrafjölda, eldsneytisdrægis og viðhaldstíðni. Þjónustan gerir þér aðeins kleift að lesa og birta rauntímaupplýsingar um ástand ökutækisins.
Ástandsskýrsla ökutækis
„Ástandsskýrsla ökutækis" upplýsir þig um núverandi ástand ökutækisins. Hægt er að sjá nýjar tilkynningar/eða nauðsynlega þjónustu myndrænt og stýra þeim (t.d. með því að prenta eða geyma). Þegar fartækið þitt hefur tengst ökutækinu sendir það gögn um núverandi ástand ökutækisins og birtir þau.
Talnagögn um ferðir og akstursdagbók (ef í boði)
Þjónustan „Talnagögn um ferðir og akstursdagbók" gerir þér kleift að fylgjast með öllum þínum ferðum, þar sem auðvelt er að skipta á milli viðskipta- og einkaferða sem innihalda allar mögulegar upplýsingar um ferðir og leiðir. Hægt er að flytja út akstursdagbókina.
Þjónustuaðili
Með þjónustunni „Þjónustuaðili" geturðu fundið og valið þann ŠKODA þjónustuaðila sem þú vilt á einfaldari hátt.
Lagalegur grundvöllur vinnslunnar:
Við þurfum að framkvæma vinnsluna til að geta gert samninginn um veitingu á stafrænni tengingarþjónustu ŠKODA við þig, eða inna af hendi samninginn sem þú gerðir. Samkvæmt samningnum verður þú að veita persónuupplýsingar um þig, og gerir þú það ekki er ekki víst að við getum gert samning við þig, eða það gæti orðið ómögulegt fyrir okkur að inna af hendi samning sem þegar hefur verið gerður. Ef við gætum ekki unnið úr persónuupplýsingunum þínum, eins og lýst er hér að ofan, gætum við ekki veitt þér þjónustuna.
Flokkar persónuupplýsinga sem við vinnum úr:
Auðkenningargögn, samskiptagögn, staðsetningargögn, viðskiptaferill, tæknilegar upplýsingar um vöruna o.s.frv.
Vinnslu- og safnvistunartímabil:
6 mánuðir eftir uppsögn á notandareikningi.
Flokkar gagnavinnsluaðila eða -viðtakenda sem við gætum afhent persónuupplýsingarnar:
Volkswagen Group fyrirtæki, þjónustuveitendur, dreifingarkerfi (t.d. innflytjendur, söluaðilar, þjónustuaðilar).
Gegn beiðni kunna persónuupplýsingar þínar að vera afhentar yfirvöldum, sérstaklega dómstólum, lögreglu og öðrum löggæsluaðilum að því marki sem nauðsynlegt er og innan lagalegra marka.
Uppruni persónuupplýsinga:
Beint frá þér og frá ökutækinu, í gegnum þá þjónustu sem þú notar sem á svo samskipti við gagnaþjóna ŠKODA AUTO.
Flutningur á persónuupplýsingum til þriðju landa eða yfirþjóðlegra stofnana:
Persónuupplýsingar þínar verða ekki fluttar til neins þriðja lands sem hluti af ofangreindri vinnslu.
Sjálfvirk ákvarðanataka sem byggir á persónuupplýsingum:
Engin sjálfvirk ákvarðanataka sem byggir á persónuupplýsingum á sér stað við þessa vinnslu persónuupplýsinga.
Aðrar upplýsingar
Persónuupplýsingar kunna að vera safnvistaðar vegna almannahagsmuna og notaðar í vísindalegum, tölfræðilegum eða sögurannsóknum. Í rökstuddum tilfellum kann einnig að vera unnið úr persónuupplýsingunum vegna lausnar lagalegra mála, þar á meðal til að inna af hendi skyldur gagnvart opinberum stjórnvöldum og vegna eftirlits og viðvarandi mats á lagalegri áhættu.
Sem þátttakandi í vinnslu á persónuupplýsingum hefurðu eftirfarandi réttindi:
Ef þú hefur fyrirspurnir sem varða persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga skaltu nota eftirfarandi samskiptaleiðir:
Rafrænt á:
http://www.skoda-auto.com/data-privacy/
Með pósti:
ŠKODA AUTO a.s.
tř. Václava Klementa 869,
Mladá Boleslav II,
293 01 Mladá Boleslav
Í tengslum við nýtingu réttinda þinna kann ŠKODA AUTO að innheimta eðlilegt gjald vegna umsýslukostnaðar við vinnsluna ef beiðnir frá skráðum aðila eru greinilega tilhæfulausar eða óhóflegar.
Hafirðu spurningar varðandi persónuvernd geturðu haft samband beint við gagnaverndarfulltrúa ŠKODA AUTO.
http://www.skoda-auto.com/data-privacy/
Ef þú ert ósátt(ur) við hvernig ŠKODA AUTO vinnur úr eða meðhöndlar persónuupplýsingar þínar geturðu lagt fram kvörtun til gagnaverndarfulltrúa ŠKODA AUTO eða eftirlitsyfirvalda.
Persónuverndarskrifstofa
Pplk. Sochora 27
170 00 Praha 7
+420 234 665 111